Sjálfbærnisamskipti
Að miðla sjálfbærniáhrifum fyrirtækis er gríðarlega mikilvægt enda kalla bæði komandi lög og samfélagsleg ábyrgð á um slíkt. En það er kúnst og vandmeðfarið. Altso hefur mikla reynslu af því að yfirfæra torskilda sjálfbærnistarfsemi yfir á aðgengilegt og áhugavert mannamál. Sjálfbærnisamskipta þjónusta Altso felur í ser:
Hanna samskiptastefnu og skýran rauðan þráð sem setur sjálfbærnivinnu/stefnu/markmið í samhengi við almenna stefnu fyrirtækisins.
Þróun og skipulag efnis ásamt tímaplani og samræmingu innanhúss með viðeigandi teymum.
Setja ferla fyrir samþykki á efni og/eða til upplýsinga ásamt „toolbox“ til að skapa sambærilegt efni
Yfirlit yfir helstu do‘s and don‘t sem tengjast fyrirtækinu og sjálfbærnisamskiptum (og er relevant fyrir iðnaðinn og stöðu fyrirtækisins).
Aðstoð með yfirferð á málfari og áherslum á núverandi miðlum/kynningum og öðru efni sem fyrirtækið gefur reglulega út með betrumbætingum sem auka „transparency“ og „credability“ fyrirtækisins þegar kemur að sjálfbærni.