Árskýrsla sem samskiptatól

Ársskýrslan er það tól sem flest fyrirtæki vannota sem leið til þess að koma áherslum sínum til skila.
Breyttu ársskýrslunni þinni í kynningatól til þess að auka vitund á starfseminni og áhuga fjárfesta.

Í ársskýrslupakka Altso færðu eftirfarandi

  • Verkefnastjórnun ársskýrslu; stefna, útlit, miðlun.

  • Uppsetning á verkefni og samræming verkferla ásamt tímalínu á milli deilda/aðila sem hafa aðkomu að skýrslunni (svo sem uppgjör/endurskoðun, framkvæmdarstjórn, fjármáladeild, lögfræðisvið, samskipta/markaðssvið osvfrv.)

  • Stuðningur við textasmíð

  • Umsjón með hönnunarferli á PDF/prentútgáfu af skýrslu og samræming með einkennum vörumerkis og tengingu við aðra hönnun eða útlitsþætti tengda fyrirtækinu (eða útlitshönnun skýrslunnar frá grunni ef þess er óskað).

  • Samskiptastefna skýrslu (e. Communications plan) ásamt efni tengt skýrslunni svo sem uppfærsla efnis á heimasíðu, LinkedIn, efni sem er dreift innanhúss, yfirlýsing frá framkvæmdastjóra (e. CEO letter), fréttatilkynning – allt er aðlagað eftir þörfum og markamiðum fyrirtækisins.

  • Prentun og frágangur ásamt möguleika að fá kynningarpakka (PPT) fyrir framkvæmdarstjórn til að nota á stjórnarfundum.