Samskipti fyrirtækja
Hvernig fyrirtæki tjáir sig, út og inná við, getur skipt sköpum fyrir velgengni þess. Að vera með góðan grunn og skýr skilaboð er frábær byrjun fyrir minni fyrirtæki - og algjörlega ómissandi fyrir þau stærri.
Altso býður upp á sérsniðinn samskiptapakka með haldbærum tækjum og tólum sem nýtast stjórnendum fyrirtækja daglega.Sem dæmi má þar finna:
Samskiptastefnu sem rammar inn heildarstefnu fyrirtækis.
Rauður þráður með afmarkaðar áherslur.
Einföld skilaboð í punktaformi (e. talking points).
Ráðgjöf um stjórnendasamskipti, til dæmis við skipulagsbreytingar.
Verkferlar fyrir framleiðslu efnis á heimasíðu, samfélagsmiðlum og innaraneti.
Ráðgjöf um útlit og lokafrágang á efni.
Grunnur að verferlum tengdri fjölmiðlaumfjöllun.